Íslensk-skandinavísk veforðabók opnuð

 

ISLEX er orðabókarverk sem er unnið á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Orðabókar Háskólans) í samstarfi við háskóla- og rannsóknarstofnanir á Norðurlöndum: Det Danske Sprog- og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier (LLE) við háskólann í Bergen og Institutionen för svenska språket við Gautaborgarháskóla. Ritstjórn og þróun ISLEX hefur verið á höndum Íslendinga.

Meira: www.arnastofnun.is/page/arnastofnun_ord_islex