Íslenskukennsla fyrir útlendinga á vorönn 2007

 
Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað 90 milljónum króna í styrki til námskeiðahalds í íslensku fyrir útlendinga. Veittir eru styrkir til 60 aðila til að halda námskeið fyrir samtals 3.360 nemendur að þessu sinni. Athygli vekur hversu mikill áhugi er á íslenskukennslu hjá útlendingum og fyrirtækjum. Auk styrkveitinga til námskeiða er vinna nú hafin á vegum menntamálaráðuneytisins við undirbúning námskrárgerðar og eftirlits með gæðum íslenskukennslunnar og til eflingar námsefnisgerðar og menntunar kennara.