Jafnvægislist – verkfæri til þess að tjá færni í atvinnulífinu

Í nýju skýrslunni Jafnvægislist – hvernig og hversvegna lýsa færni sem þróast í atvinnulífinu (n. Balansekunst – hvordan og hvorfor beskrive kompetanse som utvikles i arbeidslivet) kynna atvinnurekendasamtökin Virke i Noregi módel sem allir geta nýtt sér til þess að lýsa færni sinni á þann hátt að aðrir skilji.

 

- Okkur er ljóst að það sem við tileinkum okkur í atvinnulífinu í gegnum eigin reynslu, samtöl við aðra og innri fræðslu er nauðsynlegt til þess að við getum sinnt starfi okkar. Kominn er tími til að opna kassann sem inniheldur það sem hefur verið kallað þögul þekking. Skýrslan er mikilvægt skref til þess að fá stjórnvöld og stjórnmálamenn til þess að taka þátt í umræðunum. Samstarf atvinnurekenda og launþega er nauðsynlegt til þess að öll færni sem þarf í atvinnulífinu verði metin að verðleikum, segir Ivar Horneland Kristensen, framkvæmdastjóri Virke.

Í átt að fullkomnum skilningi á færni

Virke skorar á samfélagið til þess að taka þátt í samræðum um hvernig þekkingargrunnlag og áskoranir sem komu fram í Jafnvægislistar-verkefninu geta nýst til þess að bæta umfjöllun um færni og efla færnipólitík.

Jafnvægislist – framlag til hæfnipólitíkur og ævináms

Veitir betri skilning á færni – nýtingu hæfni – þróun hæfni Rétt hæfni á réttum stað á réttum tíma

  • Raunfærnimat; getur farið fram í atvinnulífinu með tungutaki atvinnulífsins og rökum
  • Hreyfanleiki; allri færni sem byggð er upp í gegnum vinnu má miðla í formi lykilfærni og lýsingu á árangri náms.
  • Inngilding; allir geta fengið lýsingu á færni sem aflað var í fyrra starfi á sama tungumáli og færnikröfum sem ólík hlutverk krefjast
  • Breytingar og samspil náms –atvinnulífs; atvinnulífið getur lýst færnikröfum einstakra hlutverka greinilega, og bera má saman lýsingar á árangri náms og hlutverkum í atvinnulífinu
  • Ráðgjöf um þróun starfsferils; getur nýtt færnistaðla sem viðmið fyrir ráðgjöf og jafnvægismódelið til þess að lýsa færni einstaklings

Í atvinnulífi framtíðarinnar verður að vera hægt að skjalfesta og viðurkenna alla færni. Nýja skýrslan byggir á niðurstöðum verkefnisins Jafnvægislist sem var kynnt í skýrslu með sama heiti árið 2019. Verkefninu stýrði Virke í samstarfi við atvinnurekendasamtökin NHO og launþegasamtökin LO og YS. 2018 voru sem sagt fyrstu skrefin tekin í áttina að nýrri aðferð við að skilja færni tekin. Í nýju skýrslunni er nýtt módel til þess að lýsa færni nánar en með menntun, störfum og titlum. Þar er fjallað um alla hæfni sem byggð er upp í atvinnulífinu í gegnum innri fræðslu og reynslu sem ekki er skjalfest.

- Löng hefð er fyrir því að tala um nám í atvinnulífinu út frá því sem við höfum ekki, nefnilega „óformlegt“. Jafnvægislist er dæmi um einfaldan ramma til þess að tala um hvað nám í atvinnulífinu er í raun. Við færum okkur frá lýsingunni á einhverju „óformlegu“ yfir í að nota hugtök sem allir í atvinnulífinu þekkja: Tækni – Fólk, Sveigjanleiki – Leikni, Hraði – Nærvera, segir höfundur skýrslunnar Tormod Skjerve hjá Virke.

Hér má nálgast skýrsluna á norsku eða ensku:
https://www.virke.no/Statistikk-Rapporter/balansekunst/
https://www.virke.no/Statistikk-Rapporter/a-balancing-act/

Þá er hægt að panta eintak á norsku eða ensku með því að senda tölvupóst til t.skjerve@virke.no