Jákvæð áhrif fullorðinsfræðslu og símenntunar

 

Miðstöð hagnýtra rannsókna á sviði sveitarfélaga, sem gerði rannsóknina fyrir hönd - Dönsku færniþróunarmiðstöðvarinnar, NCK og hefur birt niðurstöðurnar úr upplýsingabrunni um þá, sem hafa verið skráðir í fullorðinsfræðslu og símenntun kostaða af opinberu fé. Í skýrslunni Áhrif fullorðinsfræðslu – greining á áhrifum fyrir einstaklinga auk kostnaðar og nytjagreininga, kemur meðal annars fram að AMU-vinnumarkaðsmenntun  leiðir til aukins atvinnuöryggis og betri tengsla við vinnumarkaðinn og að fullorðinsfræðsla á háskólastigi veitir mestu launahækkanirnar, sérstaklega konum. Þátttaka í almennri fullorðinsfræðslu og einstaka fögum á framhaldsskólastigi hefur hvorki sömu jákvæðu áhrif á fjárhagslega ávinninga né atvinnuöryggi en á móti kemur að þátttaka í slíku námi virðist hafa áhrif á áframhaldandi nám.

Hægt er að nálgast skýrsluna á slóðinni: PDF