Kemur tæknin í veg fyrir aðlögun?

 

Þessi staðhæfing var meðal þess sem kom fram í máli Anne Birgitte Leseth, lektors við miðstöð fyrir starfsmenntun, við setningu ráðstefnu sem bar yfirskriftina ”Intercultural meetings within institutional borders” og haldin var af Háskólanum á dögunum.
Markmið ráðstefnunnar var að beina sjónum að fjölmenningarlegum samskiptum í menntastofnunum.
Kjarninn í erindi hennar var að tækni á borð við Internetið, tölvupóst, spjallrásir eykur afkastagetu námsins við skólann en veldur því einnig að fólk hittist ekki jafn oft augliti til auglitis og áður. Tæknin gerir starfsfólki kleift að halda sig á sinni deild, það yfirgefi sjaldan skrifstofur sínar. 

Nánar á: Hio.no