Kennaramenntun á háskólastigi fær meðmæli matsnefndar

 

Umsókn Háskólans í Árósum um 5 ára háskólamenntun fyrir kennara – 3ja ára grunnnám til bachelor gráðu og 2ja ára framhaldsnám til meistaragráðu - hefur fengið jákvæða umfjöllun og meðmæli matsnefndar. Í rökstuðningi sínum bendir matsnefndin á að m.a. færi Árósaháskóli í umsókninni fagleg rök fyrir rannsóknaþörf og samfélagslegri þýðingu kennaramenntunar á háskólastigi sem og faglegum vexti og framförum menntunarinnar. Kennaranám á háskólastigi er nýtt námstilboð í Danmörku en fram að þessu hefur kennaranám verið fjögur ár í kennaraskólum. Mikil umræða hefur farið fram um faglega stöðu kennaramenntunarinnar og orðstír en megintilgangur þessa námstilboðs er að efla kennaramenntun í landinu. Námstilboðið hefur ekki verið samþykkt endanlega en pólitísk umfjöllun um það mun fara fram fljótlega. Menntuninni verður komið fyrir í Kennaraháskóla Danmerkur (Danmarks Pædagogiske Universitetsskole) og Háskólanum í Árósum í samvinnu tveggja deilda, þ.e.  hugvísinda- og náttúruvísindadeildar.
Á þessari slóð má hlaða niður áliti matsnefndarinnar á háskólamenntun kennara við Háskólann í Árósum

Hér er afrit af umsókn Háskólans í Árósum.