Kennarar með réttindi aldrei fleiri

 

Á árunum 1998-2008 var hlutfall réttindakennara á bilinu 80-87%. Haustið 2011 voru 95,5% kennara með kennsluréttindi og síðasta haust voru 95,9% kennara með kennsluréttindi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 198 manns við kennslu án kennsluréttinda síðasta haust og er það mikil breyting frá haustinu 2002 þegar 931 einstaklingur án réttinda vann við kennslu í grunnskólum landsins.

Meira á íslensku: www.hagstofan.is/Pages/95?NewsID=9911