Kennarar við starfsmenntaskóla fá tækifæri til þess að efla færni sína í kennslufræði

Til þess að unnt verði að hrinda úrbótum á iðnmenntun í framkvæmd þarf að efla kennslufræði færni kennaranna. Þess vegna verða allir starfsmenntakennarar fyrir 2020 að hafa lokið að minnsta kosti 10 ECTS einingum af diplómanámi á sviði kennslufræði starfsmennta. Námið fer fram við fagháskóla og í mörgum þeirra miðar skipulagningu námsins vel.

 
Námsmatsstofnunin í Danmörku, EVA hefur skrifað greinargerð fyrir ráðuneytið með yfirliti yfir það nám sem nú er í boði og jafnframt ráð um hvernig best verði staðið að færniþróuninni. Meðal annars um undirbúning og eftirfylgni ferlisins. 
1 Stefnumiðuð greining á þörfum fyrir færniþróun á að tryggja tengingu við markmið stofnunarinnar (undirbúningur).
2 Færniþjálfunin á að vera nátengd  daglegu starfi kennaranna (á meðan á framkvæmd stendur).
3 Færniþjálfunina á að innleiða í daglegt starf stofnunarinnar (eftirfylgni).