Kennsla á tveimur tungumálum ber góðan árangur í Finnlandi

 
Í ritgerðinni kemur fram að gott vald á móðurmálinu og stuðningur við málþroska á heimilinu auðveldar börnum og unglingum nám í öðrum tungumálum. Við kennslu í skólanum er mikilvægt að tryggja jafnvægi á milli móðurmálskennslu og erlendum tungumálum. Ef umhverfið þar að auki er hvetjandi og nemendur fá tækifæri til þess að beita tungumálinu undir eðlilegum kringumstæður, hafa þeir einstaklega góða möguleika á að ná framúrskarandi færni í tungumálum.
Í ritgerðinni var fylgst með nemendum sem fengu kennslu á tveimur tungumálum í grunnskóla og í framhaldsskóla og þeir þættir sem hafa áhrif á kennsluna kannaðir. Rannsóknin fór fram við finnsk-amerískan skóla, þar sem árangur kennslu í ensku fyrir finnskumælandi nemendur var borinn saman við kennslu í ensku fyrir ameríska nemendur með spænsku að móðurmáli.