Kennsla fyrir fullorðna í lestri og ritun verður hluti af menntakerfinu

Ríkisstjórn Finna undir Sipiläs forsætisráðherra gerði samning haustið 2015 um að kennsla í lestri og ritun, sem hafði fram til þess fallið undir atvinnuvegaráðuneytið, yrði flutt og gert að hluta af menntakerfinu.

 

Markmiðið er að skapa líkön fyrir kennslu í lestri og ritun sem tengdust menntakerfinu á sveigjanlegan hátt og unnt væri að gera fjárhagsáætlanir fyrir.

Markmið ríkisstjórnarinnar er að hraða menntun fyrir innflytjendur og stytta leiðina inn á vinnumarkaðinn, og um leið auðvelda aðgengi að menntun fyrir innflytjendur og ryðja úr vegi hindrunum fyrir áframhaldandi nám.  

Grunnmenntun fullorðinna sem ekki hafa lokið námi á grunn- eða framhaldsskólastigi verður endurnýjuð samkvæmt nýju reglunum við upphaf árs 2018. Fram að því er ætlunin að koma á breytingum á alþýðufræðslunni sem styrkir hlutverk hennar í námi í lestri og ritun fyrir innflytjendur og aðlögun að nýju samfélagi. Þessar breytingar munu einnig öðlast gildi í byrjun næsta árs.

Í kjölfar umbótanna fjölgar leiðum innflytjenda til náms umtalsvert og jafnframt verður til nýr markhópur fyrir fræðsluaðila.