Með samningnum skuldbindur símenntunarmiðstöðin sig til þess að skipuleggja námskeið í samstarfi við vinnuveitendur/fyrirtæki sem hafa starfsfólk af erlendu bergi brotnu og þarf að læra sænsku.
Markmiðið er að styrkja vinnuveitendur með erlenda starfskrafta og að stuðla að velgengni þeirra í starfi með kennslu í sænsku á vinnustað og hafa áhrif á samheldnina á vinnustaðnum og viðhorf til fjölmenningar.
Skipuleggja á sveigjanlega kennslu byggða á þörfum hvers einstaklings í samráði við vinnuveitandann. Kennslan á að hluta til að fara fram í vinnutímanum og að hluta til í frítíma starfsmannsins. Markmiðið er að kenna grundvallaratriði sænsku og þess fagmáls sem þörf er fyrir á vinnustöðunum.