Kennurum með réttindi fjölgar

 

 

Vormisserið 2010 höfðu meira en 95 prósent fag- og bekkjarkennara á grunnskólastigi formleg réttindi til kennslu. Meðal sérkennara var hlutfallið 76 prósent. Meðal allra kennara á fyrstu skólastigunum var 88,9 prósent með formleg réttindi.

Hlutfall kennara með réttindi á framhaldsskólastigi var einnig hátt, eða 93 prósent höfðu  formleg réttindi til að kenna þær greinar sem þeim hafði verið falið. Í starfsmenntaskólum var hlutfallið 72,6 prósent og í alþýðufræðslunni 74,4 prósent.

Upplýsingarnar eru úr könnun Lärarna i Finland 2010 (Kennarar í Finnlandi 2010) sem gefin er út af yfirvöldum menntamála. Í ritinu eru einnig upplýsingar um aldursdreifingu, kyn og þátttöku kennara í símenntun, tímabil starfmenntakennara í vinnu, og fjölda nemenda í hópum.

Meira: www.oph.fi/julkaisut/2011/opettajat_suomessa_2010