Kompetens ur ett arbetslivsperspektiv - málþing á Íslandi

Færni frá sjónarhóli atvinnulífsins – í norrænu samhengi

 

 

Net NVL um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins hefur nýlega sent frá sér skýrslu með niðurstöðu starfsins og tilmælum um aðgerðir og verður skýrslan kynnt á málþinginu fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 13:00-16:30 í Hvammi á Grand hótel Reykjavík. Þátttaka er ókeypis en þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að skrá sig á heimasíðu NVL hér að neðan.

 

Dagskrá:

13.00 Sveinn Aðalsteinsson opnar málþingið

13.15 Ingegerd Green og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, fulltrúar í neti NVL um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins kynna niðurstöður og tillögur skýrslunnar

14.15 Guðrún Eyjólfsdóttir, Samtökum atvinnulífsins og Halldór Grönvold, ASÍ fjalla um hvað af tilmælum skýrslunnar eiga helst við á Íslandi út frá þeirra sjónarhorni?

14.45 Kaffihlé

15.15 Umræður um niðurstöður og tilmælin í skýrslunni „Kompetens ur ett arbetslivsperspektiv“ Hvaða áskoranir þurfum við að takast á við á íslenskum vinnumarkaði til þess að okkur takist að stuðla að bættu skipulagi/kerfi, hverjir þurfa að vinna saman? Hvernig er hægt að tryggja að rétt færni sé tiltæk á réttum tíma fyrir fyrirtæki og stofnanir? Hvernig stöndum við að færnniþróun einstaklinga og fyrirtækja svo þau verði samkeppnishæf?

16.00 Samantekt

16.30 Slit

Frekari upplýsingar veitir fulltrúi Íslands í NVL Sigrún Kristín Magnúsdóttir

Nánar um netið er á heimasíðu NVL

Upplýsingar og dagskrá fyrir niðurhal: Kompetanse sett fra arbeidslivet.pdf (108,96 KB)