Konur og karlar á Íslandi 2017

Bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2017 er kominn út.

 
Heimild: Hagstofa Íslands Heimild: Hagstofa Íslands

Þar má finna ýmsar upplýsingar um stöðu kvenna og karla í íslensku samfélagi. Jafnréttisstofa er útgefandi bæklingsins í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið.

Atvinnuþátttaka kvenna var tæp 80% árið 2016 og hefur aldrei verið hærri, þátttaka karla var rúm 87%. Tæplega helmingur kvenna 25-64 ára var með háskólamenntun árið 2016 samanborið við þriðjung karla á sama aldri. Þá voru 45% karla og 30% kvenna með starfs- og framhaldsmenntun. Í bæklingnum má m.a. sjá að karlar hafa hærri laun en konur, þeir eru fjölmennari í áhrifastöðum og sem viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum. Konur lifa hins vegar lengur en karlar, þær eru fjölmennari í háskólanámi og taka frekar fæðingarorlof.

Bæklingurinn er aðgengilegur á vefnum, bæði á ensku og íslensku.

Heimild: Hagstofa Íslands

​​​​