Konur og karlar njóta ekki jafnréttis i listum

 
Kvenkyns og karlkyns listamenn búa við afar mismunandi aðstæður til þess að iðka list sína og þau eru dæmd á ólíkan hátt þegar verk þeirra eru metin. Í launakönnun á meðal listamanna frá árinu 2004, kemur fram að kvenkyns listamenn bera minna úr býtum en karlkyns starfsfélagar þeirra. Í nýrri rannsókn um félagsleg- og efnahagleg skilyrði listamanna, sem framkvæmd var að beiðni listaráðs og niðurstöður voru birtar úr þann 6. mars sl., kemur fram að mun fleiri hindranir verða á vegi kvenna sem stefna á frama innan listanna. Kvenkyns listamenn hljóta færri styrki og viðurkenningarverðlaun, verk þeirra eru síður keypt og þær eiga erfiðara með að komast að við viðurkenndar listastofnanir.
Meira www.kvinfo.dk/side/561/article/722/
www.kvinfo.dk/side/561/article/725/