Kosningar til Inatsisartut (Landsþingsins) á Grænlandi

 
Fjölmörg málefni allra flokkanna, sem voru í framboði til kosninga til Inatsisartut, í aðdraganda kosninganna tengdust menntun. Sum málefnin tengdust tungumálakennslu fyrir  eintyngda á málabraut menntaskólans og í grunnskólunum. Þá beindust sjónir einnig að menntun kennara, stofnun starfsmenntamiðstöðva, sökum skorts á nemaplássum og auknum framlögum til grænlenskra kennslubóka, námsstuðningi fyrir grænlenska námsmenn í Danmörku, menntun stjórnmálamanna svo þeir verði færir um að bæta þjónustu við íbúana með beitingu upplýsingatækni, snjallsíma, spjalda og fjarkennslu fyrir leikskólakennara og félagsráðgjafa vegna skorts á starfsfólki með slíka menntun í dreifðum bæjum og byggðum.
Þá var einnig kvartað yfir því að þeir sem leggja stund á nám erlendis öðlast ekki kosningarétt á sjálfvirkan hátt, og stúdentar sem hafa snúið heim öðlast hann ekki fyrr en þeir hafa dvalið hálft ár á landinu.
Sten Lund, stjórnmálaskýrandi og sérfræðingur á sviði forgangsröðunar kjósenda taldi að atvinna, staða hakerfisins og menntun hafi verið megin umfjöllunarefni kjósenda í aðdraganda kosninganna.  Þess ber að geta að kosningar til sveitarstjórna á Grænlandi munu einnig fara fram á þessu ári.