Kunnátta frá sjónarhóli atvinnulífsins

Norrænu þjóðirnar leggja allar mikla áherslu á menntun, en sífellt fleiri áskoranir svo sem hnattvæðing, stafræn tækni og lýðfræðilegar breytingar íbúa auka þörf fyrir nýja nálgun við menntun, þverfaglegt samstarf og betri sameiginlegar lausnir.

 

Þetta er undirstaðan undir starf norræns net um færni út frá sjónarhóli atvinnulífsins. Í netinu eru fulltrúar aðila atvinnulífsins og fræðsluaðila sem ræða kerfi og skipulag  til þess að greina nám á Norðurlöndunum. Netið hefur meðal annars greint og varpað ljósi á færniþróun á vinnustaðnum og telja að stefnumörkuð færniþjálfun á vinnustað og þróun og sköpun kerfis sem hentar atvinnulífinu geri ekki aðeins kröfu um pólitískar aðgerðir hjá þjóðunum heldur kalli jafnframt á breytingar innan fyrirtækja, fagfélaga, samtaka atvinnulífsins og hjá fræðsluaðilum bæði heima í héraði sem og á landsvísu.

Netið um færni í atvinnulífinu hefur í skýrslunni sem ber heitið Færni út frá sjónarhóli atvinnulífsins (s. Kompetens ur ett arbetslivs perspektiv) tekið saman helstu áskoranirnar sem grundvöll umræðu um þróun færni. Í skýrslunni er m.a. mælt með að kunnátta og þekking verði metin og pólitískt samstarf þróað, stefnumótun aðila atvinnulífsins betrumbætt sem og rætt verði um ábyrgð einstaklinga. Þessar spurningar verða umfjöllunarefni tveggja málþinga, í Helsinki 10. nóvember og í  Jakobstad 22. nóvember. Hugmyndir og niðurstöður umræðnanna málþinga í öllum löndum verða teknar saman og leggja grunn að frekara þróunarstarfi bæði í löndunum og á norrænum vettvangi.

Hér er hægt að hlaða niður skýrslunni á sænsku

Meira um netið