Kvöldskólinn í Þórshöfn – 130 fög fyrir um það bil 3.000 námsmenn

 
Meðal nýunga í ár er að nú verður unnt að taka fjórar mismunandi greinar á framhaldsskólastigi, það er stærðfræði B, efnafræði C og B og enska B. Þrátt fyrir að þetta sé takmarkað úrval þá er þetta skref í rétta átt vegna þess að um árabil hefur ekki verið boðið upp á nein fög á framhaldsskólastigi í kvöldskólanum.
En ef litið er tilbaka til níunda áratugar síðustu aldar þá voru í boði allt að 14 mismunandi fög á framhaldsskólastigi. Með öðrum orðum þá var kvöldskólinn það menntasetur sem komst næst því að vera fullorðinsfræðsluaðili. Svo skall kreppan á og niðurskurður leiddi til þess að þessi tilboð fyrir fullorðna voru tekin af dagskrá í upphafi tíunda áratugarins. Nú standa greinar á framhaldsskólastig aftur tilboða í kvöldskólanum..
Auk þess býður skólinn upp á fjölmörg námskeið í tungumálum, tónlist, handavinnu og kvikmyndagerð. Þá eru einnig hægt að taka námskeið í færeysku, tungumáli, menningu og samfélagsgreinum fyrir útlendinga. 
Nánar um dagskrána á www.kvoldskulin.fo