Kynningarfundur um íslenskukennslu fyrir útlendinga

 

Ríkisstjórnin samþykkti 10. nóvember 2006 að verja 100 m.kr. til íslenskukennslu fyrir útlendinga árið 2007 og að fela menntamálaráðuneyti umsjón verksins. Sérstök verkefnisstjórn var skipuð vegna þessa. Vegna mikillar eftirspurnar eftir styrkjum til námskeiðahaldsins ákvað ríkisstjórnin í júní 2007 að veita 100 m.kr. til viðbótar til íslenskukennslu fyrir útlendinga árið 2007. Alþingi samþykkti síðan 200 m.kr. framlag á fjárlögum til íslenskukennslu fyrir útlendinga árið 2008.
Verkefnisstjórnin mun kynna greinargerð um framgang verkefnisins árið 2007 og það sem af er árs 2008. Jafnframt verða kynntar niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrr á þessu ári meðal styrkþega ársins 2007. Að loknum kynningum og framsöguerindum verða almennar umræður um næstu skref í íslenskukennslu fyrir útlendinga.
www.menntamalaraduneyti.is/
frettir/Frettatilkynningar/nr/4560

Dagskrá:
» Opnunarávarp - Arna Hauksdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra
» Kynning á greinargerð - Stefán Stefánsson, formaður verkefnisstjórnar
» Kynning á könnun Félagvísindastofnunar HÍ - Védís Grönvold, sérfræðingur í menntamálaráðuneyti
» Kynning á drögum að námskrá - Sigrún Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá FA
» Sjónarhorn fræðsluaðila - Rósa S. Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Mími
» Sjónarhorn Samtaka atvinnulífsins - Guðrún Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri hjá SA
» Sjónarhorn stéttarfélaga - Atli Lýðsson, fræðslustjóri Eflingar
» Almennar umræður um næstu skref
Fundarstjóri verður  Guðrún Ögmundsdóttir, verkefnisstjóri í menntamálaráðuneyti.