Lagt er til að ríkið taki að sér fjármögnun starfsmenntaháskólana

 

Framlög sveitarfélaganna til starfsmenntaháskólanna er rúmlega helmingurinn af kostnaði. Í fjárlögum ársins 2011 er gert ráð fyrir að kostnaður við starfsmenntaháskólana verði rúmlega 900 milljónir evra, og af þeim leggi ríkið fram rúmlega 400 milljónir evra og sveitarfélögin það sem upp á vantar. 
Í úttektinni er lagt til að mun árangursmiðaðra fjármögnunarkerfi verði komið á. Núverandi kerfi miðast við kostnaðinn sem freistað getur til þess að auka kostnaðinn.
Í Finnlandi eru starfandi 25 starfsmenntaháskólar með 115.000 stúdentum sem ljúka grunnmenntun og 5.600 sem ljúka framhaldsmenntun. Framlag ríkisins byggir á reiknilíkani með fjölda nemenda og staðinna prófa.

Nánar: Minedu.fi