Lestrar- og ritunarfærni fyrir atvinnulífið á Norðurlöndunum

 
Markmiðið með verkefninu er að safna saman reynslu sem getur komið þeim sem bjóða fyrirtækjum upp á námskeið í lestri og ritun að gagni. Með öðrum orðum beinir verkefnið sjónum að hinum viðkvæmu samskiptum á milli skóla og atvinnulífs. Verkefnastjórnin, sem í eru danskir og norskir fulltrúar, gerir tilraun til þess að miðla ráðum sínum og reynslu á heimasíðu verkefnisins sem nýlega var opnuð: www.statvoks.no/lena/
Verkefninu lýkur með ráðstefnu hjá Vox dagana 27. – 28. september. Vonast er til að þar takist að vinna að umsókn um áframhald vinnunnar í breiðara samstarfi á Norðurlöndunum. Vox hefur haft umsjón með verkefninu og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Kari H. A. Letrud – kari.letrud(ät)vox.no eða Jan Sørlie – jan.sorlie(ät)vox.no