Leyfi til reksturs lýðskóla endurnýjuð

 

Samhliða endurnýjun leyfanna fer fram þróun á skipulagi lýðskólanna. Í Finnlandi eru 89 lýðskólar. Þar af eru 29 skólar afar fámennir eða bjóða einungis upp á starfmiðaða menntun.  Þessir skólar voru metnir af sérstökum matsaðila, tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Í skýrslu matsaðilans eru lagðar fram tillögur um ýmsar aðgerðir sem þessir skólar geta gripið til, til þess að styrkja starfsemi sína, m.a. með samstarfi við aðra lýðskóla. Einstaka skólum er bent á  sameiningu við starfsmenntaskóla.  

Meira: Minedu.fi (pdf)