Lifir svo lengi sem lærir!

 

Á fundinn sem haldinn var til þess að kynna niðurstöður úr annarri könnun starfshóps Eldri starfsfólks  á Norðurlöndum(ESN), mættu á fjórða tug fólks á öllum aldri, fulltrúar aðila atvinnulífsins, fyrirtækja, stofnana og fræðsluaðila. Kristrún Ísaksdóttir, nýr íslenskur aðili að SVL, stýrihópi Norrænu ráðherranefndarinnar um nám fullorðinna, opnaði fundinn. Bernharður Guðmundsson, fulltrúi Íslands í starfshópnum kynnti niðurstöður könnunarinnar og Sigrún Jóhannesdóttir flutti hugleiðingar um kennslufræði og líf þeirra sem telst til eldra starfsfólks. Að erindum loknum unnu þátttakendur í hópum að gerð tillagna um hvernig hægt væri að halda starfinu áfram, bæta stefnumörkun og auðvelda fólki að menntast og vinna á síðari hluta starfsævinnar.

Meira: www.frae.is/frettir/nr/347/