Liðsstyrkur- Átak til atvinnu 2013

 

Stefnt er að því að skapa allt að 2.200 sex mánaða starfstengd vinnumarkaðsúrræði á árinu 2013 sem munu skiptast á milli sveitarfélaga, ríkis og almenna vinnumarkaðarins . Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Til viðbótar verður þeim sem á þurfa að halda boðin starfsendurhæfing.
Auk Vinnumálastofnunar eru það velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins, VIRK starfsendurhæfingarsjóður og Starf vinnumiðlun og ráðgjöf ehf., sem standa að þessu átaksverkefni.

Meira á íslensku: www.lidsstyrkur.is