Lögð hafa verið fram drög að menntareikningum

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í Finnlandi hefur gefið út áfangaskýrslu þar sem ýmsar leiðir að menntareikningum eru kynntar. Menntareikningarnir geta verið fjármagnsleið sem er greið fyrir alla fullorðna íbúa landsins eða beinst að hópum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Einn möguleikinn er að leita leiða innan núverandi kerfis sem gera kleift að taka tillit til þarfa einstaklinga við skipulagningu fullorðinsfræðslu og stuðla að auknu jafnræði á sviði menntunar.   
Opnaður hefur verið vettvangur á Internetinu sem ber nafnið Din åsikt (Þín skoðun) og þar gefst almenningi tækifæri til þess að hafa áhrif á frekari þróun menntareikninganna.

Meira: Minedu.fi