Löngunin til að læra vex þegar aldurinn færist yfir

Cecilia Bjursell er prófessor í kennslufræði sem síðustu ár hefur sökkt sér niður í löngunarfyllsta námið. Það snýst um valfrjálst nám 65 ára og eldri.

 
 Cecilia Bjursell Cecilia Bjursell Ljósmyndari: Patrik Svedberg

– Ég valdi það ekki, það valdi mig, segir Cecilia Bjursell með dillandi hlátri. Hún á við nám eldri borgara, efni sem hún hefur sökkt sér niður í á síðustu árum. Cecilia Bjursell varði doktorsritgerð sína í viðskiptafræði í Linköping þar sem hún rannsakaði breytingaferli. Eftir það hélt hún rannsóknum sínum áfram við Viðskiptaháskólann í Jönköping en auglýsing um stöðu við Encell – miðstöð náms fullorðinna í Svíþjóð var leiddi Cecilia Bjursell inn á nýjar brautir með breyttum áherslum á rannsóknir sem snerust um nám og kennslufræði.

– Sama á hvaða sviði ég hef starfað þá hef ég alltaf haft áhuga á atferlisfræði. Breytingarferlar og námsferlar eru um margt líkir hvort sem þeir eiga sér stað í fyrirtæki eða háskóla fyrir eldri, segir hún.

Skömmu eftir að hún hóf störf við Encell kynntist hún málefni er varðaði nám eldri borgara.

– Maður sem vann á sama gangi og ég kom til mín. Hann var nýkominn á eftirlaun og hafði lesið bók Bodil Jönssons „Þegar sjóndeildarhringurinn breytist“ (s. När horisonten flyttar sig). Bodil Jönsson kom orðum að því sem margir upplifa á þeim tímamótum. Hvað geri ég nú? Ég er frískur, virkur og á hátíndi færni minnar. Þegar kynslóð foreldranna komst á eftirlaun þá voru þau kannski útbrunnin og lasin, svo maður hafði engar almennilegar fyrirmyndir um hvernig það væri að vera fullorðinn og frískur. Hvað tekur maður sér fyrir hendur á þessum líflega hluta eftirlaunaaldursins? Maðurinn sagði að nám eldri væri eins og suðupottur – við verðum að kynna okkur það nánar. Jafnframt er lýðfræðileg samsetning að breytast, meðalaldur hækkar, við eldumst. Samtímis var hrint í framkvæmd átaki um nám fullorðinna á svæðinu. Þetta hefur einhvernvegin komið að sjálfu sér, segir Cecilia Bjursell þegar við hittumst á Zoom.

Löngunarfyllsta námið

Í janúar kom út rannsóknarsafnið Nám fullorðinna – sjónarmið og innsýn, sem Cecilia Bjursell hefur tekið saman í samvinnu við Małgorzata Malec Rawiński, lektor og dósent í kennslufræði við Stokkhólmsháskóla.

- Það sem mér finnst áhugaverðast við nám fullorðinna er að það er svo löngunarfullt. Börn og ungmenni lúta skólaskyldu, þau verða að fara í skóla. Í atvinnulífinu er það oft vinnuveitandinn sem ákveður að starfsfólk mennti sig frekar og maður verður læra að vera virkur á vinnumarkaði. Þegar maður eldist verður maður ekki lengur að fara á námskeið, en þá virðist mörgum finnast það skemmtilegast, þau vilja vera með og læra nýja hluti. Þegar maður ekki er tilneyddur, vill maður. Eldra fólk hefur mikinn áhuga á hugvísindum, sögu, tungumálum og menningarsvæðið er stórt, þar er gaman að fylgjast með.

Cecilia Bjursell

Nafn: Cecilia Bjursell

Starf: Prófessor í kennslufræði ævináms við Encell – miðstöð náms fullorðinna í Svíþjóð.

Bakgrunnur: Tvær prófgráður í hagfræði og sálfræði við háskólann í Lundi. Varði doktorsritgerð í viðskiptafræði við háskólann í Linköping, en hefur breytt um stefnu, færst í átt að námi og kennslufræði.

Krækjur:
Encell – Miðstöð náms fullorðinna í Svíþjóð
Um rannsóknir Cecilia Bjursell

Bókin fjallar líka um miður skemmtilega þætti öldrunar

– Öldrun hefur bæði kosti og galla. Maður neyðist til að læra að lifa með líkama sem hrörnar, fólk í kring um mann deyr. Og að læra að deyja, að vera til undir lok lífsins, er líka lærdómur sem fjallað er um í einum kafla bókarinnar. Þá færist ró yfir marga og hugurinn hvarflar um tilvistarspurningar. Maður finnur merkingu. Það gerist margt í lífinu þegar maður eldist, hlutirnir breytast. Makinn gæti dáið, maður verður langveikur og verður að læra að lifa með því. Við leiðum ekki hugann að því að allt þetta sé líka lærdómsferli, heldur Cecilia Bjursell áfram.

Aldurshyggja þegar á miðjum aldri

Alþýðufræðsla gegnir mikilvægu hlutverki í námi fullorðinna, og er eitt af því sem mörg Norðurlanda eiga sameiginlegt. Í Svíþjóð eru 40 prósent þátttakenda í námshringjum eldri en 65 ára.

Á sama tíma einkennir ungdómsdýrkun menningu okkar. Atvinnulífið ber þess sérstaklega greinileg merki, þegar upp úr fertugu finna mörg fyrir mismunun við ráðningar og tækifærum til símenntunar. Hugtakið „aldurshyggja“ er notað til að lýsa þessari meira og minna duldu aldursmismunun.

– Ég var einmitt á ráðstefnu um nám fullorðinna. Einn fyrirlesarinn benti á að við ræðum ekki um aldursmismunun á sama hátt og við ræðum um kynjamisrétti og kynþáttafordóma, segir Cecilia Bjursell.

Það er vitund um að til séu menningarsvæði, til dæmis í Asíu, þar sem borin er virðing fyrir öldruðum og litið er upp til aldraðra í samfélaginu, en aldurshyggja er staðreynd, að minnsta kosti í mörgum Evrópulöndum.

Aldursmismunun byggist að hluta til á þeirri hugmynd að eldra fólk eigi erfiðara með tileinka sér nýungar. Á þeim sannindum eru þó fleiri hliðar.

- Heilinn er ekki mitt rannsóknarsvið, en við vitum að maður er fær um að tileinka sér nýungar allt lífið. Allir sem taka þátt í fræðslustarfi halda áfram að læra. Það er ekki hægt að skella skuldinni á því að eldast, segir Cecilia Bjursell.

Þegar maður eldist, verður vísari og reynslumeiri getur aldurinn í versta falli leitt til þess að hugmyndir yngra fólks verði hraktar. Cecilia Bjursell hefur sjálf átt þátt í því þó enn sé langt í það að hún komist á eftirlaunaaldur (hún er fædd 1970).

- Fyrir um ári síðan fannst mér ég verða að taka meðvitaða ákvörðun um að vera ekki bara sú sem segir að við höfum reynt þetta og það gengur ekki, heldur reyna að vera aðeins opnari.

Hver lærir af hverjum í nútíma samfélagi?

Núna eiga sér stað miklar breytingar á samfélaginu. Annars vegar er hröð stafræn umbreyting og þar hafa þau yngri oft forskot. Á hinn bóginn búum við við yfirvofandi loftslagskreppu og stríð í Evrópu. Þeim fjölgar sem hafa áhuga á hefðbundinni þekkingu, bæði af löngun til að lifa sjálfbærara lífi og af umhyggju fyrir framtíðinni og eigin afkomu. Að súrsa mat, baka súrdeigsbrauð, rækta, búa til föt og annað sem áður var gert til að takast á við hversdagslífið er nú aftur komið í tísku í vissum kreðsum. Vaxandi hreyfing um viðbúnað, „prepping“, sem leggur mikla krafta í að vera reiðubúinn ef kreppan skellur á.

- Til dæmis er ekki sjálfsagt að rafmagn verði alltaf til reiðu, sem leiðir hugann að því hvernig við getum stjórnað án nútíma þæginda, einfaldlega hæfileikann til að lifa af. Mikil hefðbundin þekking hefur raungerst í samræmi við aðstæðurnar í samfélaginu, segir Cecilia Bjursell . Ýmislegt væri hægt að læra af núverandi lífeyrisþegum. Þeir tilheyra eftirstríðskynslóðinni sem hefur orðið að ganga í gegnum mjög miklar þjóðfélagsbreytingar.

- Sú kynslóð hefur lifað frá þeim tíma að lítið var um rafmagn, bíla eða sjónvörp alt til dagsins í dag þegar virkilega miklar þjóðfélagsbreytingar hafa orðið með tilheyrandi sjálfvirkni- og stafvæðingu. Segja má að á vissan hátt sé kannski hollt að smá kyrrstaða ríki í samfélaginu og að horfa þurfi til baka til þessarar þekkingar.

- Talandi um hefðbundna þekkingu, ég sit núna og skrifa texta sem fjallar er um hvernig nám á milli kynslóða fari fram, hvernig hægt sé að yfirfæra þekkingu. Oft á tímum hefur það snúist um að yfirfæra frá þeim eldri til þeirra yngri, hvernig á að útbúa föt, hvernig eigi að meðhöndla matinn þannig að hann geymist og svo framvegis. En með stafrænni umbreytingu verður þetta svolítið truflað, sagt er að yngra fólkið kunni á stafræn verkfæri, það sé svo flinkt við skjáinn og á vissan hátt er spennandi að hugsa til þess að kunnáttan sé ekki bara hjá eldra fólkinu heldur líka hjá þeim yngri. Gott að hugsa til þess að hægt sé að bæta við nokkrum mismunandi hlutum. En margt sem við þurfum að læra er það sama, óháð tímanum sem við lifum á. Hegðun, siðferði, hvernig við komum fram hvert við annað. Allir hafa eitthvað fram að færa og það er spennandi. Kannski þarf nýja nálgun við nám, ekki bara yfirfærslu á námi heldur meira eins og námshring, að fólk hittist og læri eitthvað saman.

Atvinnulíf fyrir aldraða

Umskiptin frá því að vera virkur á vinnumarkaði yfir í að fara á eftirlaun eru mjög endasleppt og margir vilja vera áfram á vinnumarkaði á einhvern hátt. Cecilia Bjursell nefnir hugtakið „brúar-ráðning“ (e. bridge employment).

- Það þyrfti að vera umbreytingarfasi, til þess að auka sveigjanleikann, en fólk gæti stundað vinnu áfram og lagt sitt af mörkum en kannski ekki í fullu starfi. Þetta á að vísu við um þegar fjórða áratugnum er náð, hvernig hæfniþróun á að fara fram og að hægt er að vinna á annan hátt með reyndum og eldri en 40 ára en þeim sem eru ungir. Oftar en ekki hugað að því í atvinnulífinu. Sú skoðun hefur verið ríkjandi að maður mennti sig snemma á lífsleiðinni og síðan eigi að skila af sér. Cecilia Bjursell vinnur stundum við að þjálfa fólk í atvinnulífinu.

– Ég ræði venjulega um þá staðreynd að við ættum að uppfæra færni okkar stöðugt, alveg eins og hugbúnaður er uppfærður. Það er svo margt að gerast bæði í atvinnulífinu og samfélaginu. Nú er fyrir hendi innsýn í atvinnulífinu sem ekki var jafn sýnileg fyrir aðeins fimm árum. Enn þarf að gaumgæfa spurninguna varðandi aldur. En það er gaman að þjálfa fólk sem hefur starfsreynslu, þá er hægt að staldra við ýmislegt og vinna með segir hún.

Æviám í hálfa öld

Hugtakið ævinám hefur verið til í rúm 50 ár. Skýrsla Unesco, „Faure-skýrslan“, kom fullorðinsfræðslu á kortið vegna þess að mörg lönd stóðu að henni saman og Unesco stóð á bak við hana.

- Þá þegar var talað um nám fyrir atvinnulífið, persónulegan þroska og lýðræði og enn við tölum um þessa þætti. Nú hefur áherslan breyst aðeins. Þegar talað er um ævinám í dag er tilhneiging til að leggja áherslu á atvinnulífið og gagnsemi. En í samfélagi dagsins er líka þörf fyrir lýðræðislega færni, persónulegan þroska og svo framvegis. Í gegnum árin hefur nokkrum mismunandi aðgerðum verið hrint í framkvæmd í Svíþjóð.

– Á tíunda áratugnum var þekkingarátakið, nú ræðum við um ævinám í æðri menntun. Þá var um að gera að ná sér í stúdentspróf. Nú gengur umræðan út á að þeir sem hafi lokið háskólanámi þurfi að sækja viðbótarnámskeið og halda áfram námi. Enn er þörf á námsleiðum fyrir þau sem standa á tvítugu um samfellt nám, félagsmótunarferli og þar fram eftir götunum. En þegar maður hefur unnið í nokkur ár hefur maður ekki sömu þörf fyrir stuðning, maður getur unnið á sjálfstæðari hátt og vill njóta meiri sveigjanleika.

Hvað varðar nám þeirra sem eru orðin 65 ára eða eldri varar Cecilia Bjursell við því að ræða um gagnsemi eingöngu út í frá fjárhagslegum sjónarmiðum.

– Þátttaka í námið veitir fólki vellíðun, í stað þess að vera eitt heima. Annað sem vert er að huga að er að ævinám eru mannréttindi, segir hún. (Sbr.Heimsmarkmiðin, markmið 4).