Lýðskólar mikilvægir aðilar í hækkun menntastigs

Sænska ríkisstjórnin hrindir í framkvæmd aðgerðum til þess að hækka menntastig, með ævimenntun og aukinni atvinnuþátttöku.

 

Einn liður í þeim aðgerðum er að veita lýðskólum viðbótar fjárframlög árið 2018 sem samsvara 5.000 nemaplássum, eða fjárveiting upp á 671 milljóna króna ár hvert. Ríkisstjórnin telur lýðskóla í Svíþjóð mikilvæga fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið námi innan formlega skólakerfisins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að ríkisstjórnin að með sveigjanlegum forsendum sínum geti lýðskólarnir náð til hópa sem aðrir skólar nái ekki til og þar með veita einstaklingum sem ekki hafa lokið námi á grunn- eða framhaldsskólastigi möguleika á að ljúka menntun sinni.  Með frumvarpinu er einnig lagt til að framlög til lýðskóla verði aukinn um 30 milljónir króna til þess að þeim verði áfram kleift að veita einstaklingum með þroskahömlun mikilvæga leið til menntunar.  

Meira