Lyfseðlar að velheppnuðu menningarári

 

– Aðalboðskapurinn í  Turku er: Menning bætir mannlífið. Menning bætir ekki aðeins sálarlíf men einnig líkamlega líðan fólks, segir Cay Sevón, framkvæmdastjóri Turku stofnunarinnar sem sér um undirbúning menningarhöfuðborgarársins 2011.
Samband menningar og velferðar verður einkum sýnilegt  í einum þriðja hluta dagskrárinnar 2011 og nær til menningardagskrár á elliheimilum, skólum, leikskólum og fangelsum. Þar að auki úthluta læknar á heilsugæslustöðvum í Turku á árinu 2011 5.500 lyfseðlum sem gilda sem aðgöngumiðar að viðburðum á menningardagskránni.
Turku og Tallinn eru menningarhöfuðborgir Evrópu árið 2011.

Nánar: www.turku2011.fi/sv och www.tallinn2011.ee/eng
Heimild: Minedu.fi