Lýðræðisleg borgaravitund og mannréttindi

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið þýða og gefa út fjórar bækur um menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar og mannréttindamenntunar.

Útgáfan er liður í að auðvelda innleiðingu á grunnþáttum menntunar en gert er ráð fyrir að nýta megi bækurnar í umfjöllun um alla grunnþættina og vinnu með lykilhæfni nemenda. Bækurnar eru samdar af Evrópuráðinu en þýddar og útgefnar af Námsgagnastofnun árið 2014. Þrjár bókanna innihalda nákvæmar leiðbeiningar og vinnublöð til dreifingar í verkefnavinnu nemenda í grunn- og framhaldsskólum. Ein bókin er sérstaklega ætluð fyrir kennara og fjallar hún m.a. um hvað beri að hafa í huga við nám, kennslu, innleiðingu og mat.

Krækja: Leiðir kennara til að efla menntun á sviði borgaravitundar og mannréttinda: rammadrög að hæfniþróun