Kynning á færnilýsingu læsisráðsins fyrir læsiskennara sem til er á tveimur tungumálum, sænsku og ensku var meginviðfangsefni málþingsins. Auk umfjöllunar um færni læsiskennara var kringumstæðum á Færeyjum lýst, en þar búa einstaklingar af 80 ólíkum þjóðernum og í kjölfarið spunnust umræður um kennslu í færeysku fyrir innflytjendur. Þá héldu tveir fræðimenn frá Háskólanum á Færeyjum áhugaverð erindi. Í erindi sínu fjallaði Hjalmar Petersen um álitsgerð stjórnarinnar um tvítyngi og kennslu í færeysku fyrir innflytjendur. Kalpana Vijayavarathan veitti þátttakendum innsýn í eigin reynslu og hugleiðingar um aðlögun í erindinu Leiðin til aðlögunar – reynsla af tungumálanámi í reynd.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og krækjur í fyrirlestra eru á vef NVL.