Málþing um náms- og starfsráðgjöf í Þórshöfn í Færeyjum 7. maí 2012

 
Markhópurinn er aðilar vinnumarkaðarins, vinnumiðlanir, yfirvöld (landsstjórnin, þingið, stjórnmálaflokkar og samtök sveitarfélaga) skólastjórnendur, náms- og starfsráðgjafar og fl. Á málþinginu verður sjónum beint að náms- og starfsráðgjöf í Færeyjum, meðal annars um málefni þverfaglegrar færniþróunar námsráðgjafa, hvernig hægt er að koma á námi í náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og ráðgjafar á vinnumarkaði. Á málþinginu verða bæði fluttir fyrirlestrar og unnið í vinnustofum þar sem meginmarkmiðið er að koma að þróun kerfis fyrir náms- og starfsráðgjöf á Færeyjum.