Málstofa um raunfærnimat á háskólastigi

Þann 18 maí sl. var málstofa um raunfærnimat á háskólastigi í Norræna húsinu í Reykjavík haldin í samstarfi NVL, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavik.

 

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands opnaði málstofuna, síðan voru tvö erindi um áherslur innan evrópska háskólasvæðisins  og um stöðu raunfærnimats á Íslandi. Þá kynntu fulltrúar úr sérfræðinganeti NVL um raunfærnimat; Kirsten Aagaard, Danmörku, Anni Karttunen, Finnlandi, Camilla Alfsen, Noregi og Pär Sällberg, Svíþjóð raunfærnimat á háskólastigi í hinum Norðurlöndunum. Yfir fimmtíu manns tóku virkan þátt í málstofunni.

Krækja í dagskrá 

Island_2016_seminar_web.jpg