Margir óska eftir að bjóða upp á nýtt nám í starfsmenntaháskólum

 
Einu sinni á ári gefst ríkisreknum háskólum, sveitarfélögum, héruðum og nokkrum einstaklingum og lögaðilum tækifæri til þess að sækja um fjárframlög til þess að bjóða upp á nám í starfsmenntaháskóla. Lotan sem nú er lokið er ætluð fyrir námsleiðir í starfsmenntaháskólum sem hefjast haustið 2010 eða vorið 2011.  Stofnuninni hefur borist 851 umsókn um fjárframlög til námsleiða sem jafngilda samtals  23 222 nemaplássum. Stofnunin hafði samkvæmt fyrri spám reiknað út að þörf yrði á um það bil 7000 nemaplássum.Um það bil helmingur nemaplássanna er ætlaður styttri námsleiðum eða sem taka að hámarki eitt ár. Listi yfir þær námsleiðir sem hljóta styrk verður birtur á heimasíðu stofnunarinnar www.yhmyndigheten.se seinni hluta janúar.