Markaðsáætlun fyrir Danmörku sem menntunarland liggur fyrir

 
Danska ríkisstjórnin hefur með samkomulagi við Jafnaðarmenn, Danska þjóðarflokkinn og Róttæka vinstriflokkinn lagt fram áætlun um markaðsherferð fyrir Danmörku. Samkvæmt áætluninni  er ráðgert að verja 412 milljónum danskra króna eða tæplega 5 milljörðum íslenskra króna á þeim fjórum árum sem áætluninni nær yfir til að markaðsetja Danmörku sem menntunarland. Liður í áætluninni er stofnun Markaðsetningarsjóðsins sem með 150 milljónum danskra króna (hátt á annan milljarð íslenskra króna) á að veita styrki til að efla stórhuga viðburði eins og ráðstefnur og fl. Þar að auki er fjármagn til þess að markaðsetja Dani sem skapandi þjóð og landið sem ferðaþjónustu- og fjárfestingaland og einnig til þess að gera útflutningshvetjandi aðgerðir nútímalegri.
Meira á heimasíðu danska fjármála- og atvinnuráðuneytisins: www.oem.dk/sw18477.asp