Meiri hluti fær vinnu að loknu námi við starfsmenntaskóla

 

Stofnuninni um starfsmenntaháskóla var komið á laggirnar 2009 og undir hana heyra fjölmargar námsleiðir að loknu stúdentsprófi. Starfsmenntaháskólar eru sveigjanlegir vegna þess að námsleiðirnar eru ólíkar eftir tímabilum. Námsleiðir eru reknar af mismunandi fræðsluaðilum sem verða að sækja um leyfi til að taka upp nýja námsleið.
Öllu máli skiptir að nám í starfsmenntaháskólum leiði til atvinnu. Þess vegna eru gerðar tvær kannanir á ári hverju á því hvernig stúdentum gengur að fóta sig í atvinnulífinu. Til viðbótar þessum könnunum var ákveðið að stofnunin gerði rannsókn á skráningum.

Meira um niðurstöðurnar: www.regeringen.se/sb/d/15649/a/203296