Meirihluti finnskumælandi eru andsnúnir skólasænsku

 

Þrír af hverjum fjórum finnskumælandi vilja fella niður skyldunám í sænsku og telja að það ætti að vera valfrjálst. Þetta eru niðurstöður könnunar með svörum 7.360 finnskumælandi einstaklinga.

Samtímis njóta tvímálin mikils stuðnings svarenda. Nær 70 prósent telja að það væri missir ef sænska og sænsk menning hyrfi í Finnlandi. Nálægt 60 prósentum telja mikilvægt að sænskumælandi verði tryggð þjónusta á móðurmálinu. Meirihlutinn telur jafnframt að Finnar njóti góðs af tvímálunum.

Rannsóknin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Akademíunnar í Åbo í samstarfi við vísindamenn frá háskólanum í Tampere og háskólanum í Åbo.

Heimilda: HBL 

Nánar um rannsóknina