Meistaranám á sviði fullorðinsfræðslu

 
Markmiðið er að bjóða upp á nám sem byggir á rannsóknum á námi fullorðinna og færniþróun. Námið hefst haustið 2009. Meistaranámið felur í sér bæði fræðilegan hluta og praktíska þekkingu á hvernig hægt er að skipuleggja, hrinda í framkvæmd og meta nám fullorðinna jafnt í skólkerfinu, atvinnulífinu og annarsstaðar þar sem nám fullorðinna á sér stað. 
Hægt er að ljúka meistaranáminu með fullu námi á tveimur árum eða dreifa  því sem hlutanámi á þrjú eða fjögur ár. Námið byggir á skyldunámskeiðum sem og valfrjálsum. Í skyldunámskeiðunum er farið yfir fullorðinsfræðslu út frá mismunandi sjórnarhornum og boðið er upp á þrjú fagnámskeið þar sem kafað er dýpra í námsefnið.  Nemendur fá einnig ítarlega kynningu á aðferðafræði. Hægt er að velja 15 einingar í námskeiðum af öðrum meistaranámsbrautum við NTNU. Náminu lýkur með 30 eininga meistaraverkefni undir leiðsögn.
Nánari upplýsingar: www.ntnu.no/studier/voksneslaering/master/