Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu var í kastljósinu á menntadegi atvinnulífsins 28. janúar en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn hefur verið haldinn.

 
Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá auk þess sem afhending menntaverðlauna atvinnulífsins fór þar fram. Að þessu sinni  voru það Icelandair hotels sem hlutu verðlaunin en fyrirtækið fær þau fyrir hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.