Menntakerfi í fremstu röð

 
Framfarir og hagvöxtur komandi ára verða knúin áfram af menntun, vísindum og rannsóknum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi fjárfestingu í rannsóknum og menntakerfi þjóðarinnar. Áhersla verður lögð á gæði, sveigjanleika og fjölbreytni í námsframboði þannig að allir geti fundið nám við sitt hæfi. Lögð verður áhersla á að skapa ný tækifæri til náms fyrir þá sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi og efla fullorðinsfræðslu innan skólakerfis og á vinnumarkaði.