Menntakvika, ráðstefna Menntavísindasviðs H. Í.

 
Alls voru 177 erindi flutt í 44 málstofum á Menntakviku - föstudaginn 22. október. Ráðstefnunni var ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í rannsóknum í menntavísindum á Íslandi ár hvert. Rúmlega 170 áhugasamir fræðimenn og sérfræðingar á sviði menntavísinda og tengdra fræðasviða, fluttu erindi um málefni sem tengjast uppeldi, menntun og þjálfun.