Menntun án landamæra 2015

 

Þriðjudaginn 15. september sl. var menntaþing ársins á Færeyjum Menntun án landamæra haldið í þrettánda skipti.

Um það bil 700 unglingar úr útskriftarárgöngum framhaldsskólanna söfnuðumst saman í Norðurlandahúsinu á þingið sem haldið er árlega í samstarfi alþjóðaskrifstofu Háskólans á Færeyjum og náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskóla eyjanna og háskólanum. Dagskráin var þétt og fjölbreytt með kynningum á háskólum í Færeyjum, á Norðurlöndunum og öðrum fjarlægari löndum. Þá var meðal annars fræðsla um hvíldarár, vinnumarkað framtíðarinnar, fjarkennslu, náms- og starfsráðgjöf, stúdentafélög auk tækifæra til einstaklingsráðgjafar.   Markmið  Menntunar án landamæra  er að miðla upplýsingum, veita breitt yfirlit yfir tækifæri til menntunar og að hvetja unga fólksið til þess að sækja sér framhaldsnám á Færeyjum og/eða erlendis. Auk dagskrárinnar fyrir markhópinn unglingana um daginn var styttri útgáfa um kvöldið fyrir alla sem höfðu áhuga á að kynna sér efnið.

Lesið meira um kvölddagsskrána