Menntun er hornsteinn efnahagsframfara

 

Menntakerfið mótar einstaklinga á margvíslegan hátt; byggir upp hagnýta hæfileika, leggur grunn að samfélagslegum viðmiðum, eflir tilfinningaþroska og styður við félagslega tengslamyndun. Á sama tíma er menntun grunnstoð verðmætasköpunar í hagkerfinu og styrkir getu þess til að mæta alþjóðlegri samkeppni. Menntun er því eitt stærsta samfélags- og efnahagsmál dagsins í dag.

Með þetta í huga hafa Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands staðið fyrir nýrri útgáfu um stöðu og horfur í menntun á Íslandi. Útgáfan ber heitið „Stærsta efnahagsmálið - sóknarfæri í menntun“ og hana má nálgast á vefsíðum samtakanna..Þar kemur fram að þrátt fyrir að Ísland verji miklum fjármunum til menntakerfisins standi það höllum fæti gagnvart nágrannlöndum á lykilmælikvörðum. Árangur í alþjóðlegum samanburðarprófum er slakur og brottfall á framhaldsskólastigi með því hæsta sem þekkist.

Nánar á íslensku