Menntun færniráðgjafa

 
Fyrrnefnd samtök DGI og DFS þjálfa og breiða út vinnu með raunfærni í félagsstörfum m.a. með því að mennta meðherja sem geta aðstoðað þátttakendur í að greina og lýsa færni sem þeir hafa tileinkað sér í gegn um félagsstörf.
DGI hefur menntað sveit  „leiðsögumönnum um raufærni“, sem þjálfa stjórnendur í félögunum í að vera meðherjar. DFS og Félag daglýðskóla leiða tilraunaverkefni í samstarfi við sjö aðra meðlimi DFS og danska kennaraháskólann. Háskólinn býður upp á símenntunarleið, þá fyrstu sinnar tegundar í Danmörku, fyrir Ráðgjafa um raunfærni. 
UM þessar mundir eru 24 reyndir ráðgjafar nú að bæta við sig menntun sem Runfærniráðgjafar.
Verið er að þróa námsefni fyrir námið, til kynningar fyrir samstarfsfólk sem og upplýsingar um námið fyrir samstarfsaðila og stjórnvöld. Einn af möguleikunum er að í framhaldi af verkefninu verði viðverandi símenntunartilboð og þróun á tengdum námskeiðum fyrir breiðari markhóp. Verkefninu lýkur með samantekt í nóvember og árangrinum verður miðlað á tveimur ráðstefnum einkum fyrir sveitarfélögin í janúar. Að ráðstefnunum standa DFS í samstarfi við DGI og félaginu Fritid og Samfund.
Nánari upplýsingar: http://www.dfs.dk