Menntun fyrir allan æskulýð

 
Atvinnulífið hefur þörf fyrir ungt fólk og á ráðstefnunni var rætt um hvernig laða mætti ungt fólk í nám. 
Menntamálaráðherra lagði til að samfélagið hlustaði enn frekar á unga fólkið. „Það þarf að koma til móts við þau og samræður milli aðila er merki um nýjar aðstæður í samfélaginu. En það þýðir þó ekki að það eigi að slaka á kröfunum til unga fólksins”
Það er kaupendamarkaður. Við verðum að taka tillit til þess sem unga fólkið vill fá. Við verðum að hlusta á þau en það á, að sjálfsögðu ekki, að pakka þeim inn í baðmull,” sagði Bertel Haarder.
Menntamálaráðherrann lagði áherslu á að það eru þeir, sem minnst mega sín, sem þurfa aðstoð við að afla sér menntunar og það gerist með aukinni ráðgjöf og mentorum.” Hér geta mentorar sýnt fram á að aðstoð þeirra er sú besta fyrir þennan hóp. Unga fólkið hefur ekki hitt annað en kennara allt sitt  líf og þess vegna getur einstaklingur, utan skólakerfisins verið þeim sem ferskur vindblær og öflugur stuðningur,” sagði Bertel Haarder. Mörg efni voru á dagskránni, m.a. aukið frelsi unga fólksins og sjálfábyrgð, betri og samfelldari ráðgjöf og mikilvægi samveru og félagslífs í skólunum.
Heftinu Perspektiver på Uddannelse (www.uvm.dk/08/documents/perspektiver.pdf) var dreift á ráðstefnunni
Lesið meira á www.uvm.dk/08/vat.htm?menuid=6410