Menntun fyrir hreindýraeigendur á faraldsfæti!

 
Þegar hafa borist 36 umsóknir um 20 námspláss. Námið er vefrænt og  boðið upp á það í fjarkennslu. Verkefnastjóri er Mathis P. Bongo, og hann leggur áherslu á að námið eigi að vera eins sveigjanlegt og hægt er, meðal annars verður námsframvinda námsmanna vera einstaklingsbundin, þeim í sjálfsvald sett hvenær þeir sinna náminu og hve miklum tíma þeir verja til þess. Þannig hefur Samíski háskólinn þróað einstakt  námstilboð fyrir markhóp, sem fremur öðrum, hefur þörf fyrir sérstakan sveigjanleika sem gerir þeim kleift að taka þátt í námi og menntun. Þetta er lýsandi dæmi  sem margir fræðsluaðilar gætu haft gagn af.
Nánar: www.nrk.no/kanal/nrk_sami_radio/1.6847301
Samíski háskólinn: www.samiskhs.no