Verkefnið felur í sér að starfsmenn menntamálastofnunar fara yfir innihald grunnnáms sem í boði er fyrir fullorðna til þess að kanna hvort það mætir þörfum og forsendum nýaðfluttra með stutta skólagöngu að baki. Það getur leitt til þess að breytingar verði á náminu eða bætt verði við það. Þá er það ósk ríkisstjórnarinnar að fræðsla fyrir nýaðkomna verði á formi heilsdagsnáms og sem blanda af námi í sænsku og í öðrum viðeigandi greinum. Bakgrunnur verkefnisins er samkomulag um innflytjendamál á milli ríkisstjórnarinnar og flokka bandalagsins frá 2015 með tillögu um að innleiða fræðsluskyldu fyrir nýaðkomna sem ekki hafa lokið námi sem samsvarar grunnskóla.
Meira