Menntun fyrir ófagægt starfsfólk við umönnun barna á afskekktum svæðum

 

Markmiðið er að vekja athygli á vanrækslu barna og efla staðbundnar aðgerðir með því að veita ófaglærðu starfsfólki tækifæri til menntunar. Í einangruðum byggðarlögum á Grænlandi  er flest starfsfólk á sviði barnaumönnunar og félagssviði ófaglært og með menntuninni verður það betur fært um að grípa inn í þegar vart verður við vanrækslu barna. Á síðasta námskeiðinu í  Nanortalik voru 16 þátttakendur í samstarfi við sveitarfélagið Kujalleq. Á námskeiðinu er sjónum beint að þekkingu á vanrækslu barna, hvernig hægt er að nýta nýja þekkingu við dagleg störf, fræðslu um lagaákvæði á sviðinu og hvernig hægt er að styðja vanrækt börn og fjölskyldur þeirra. Samhliða námskeiðinu er unnið að myndun tengslanets meðal þátttakendanna til þess að þau geti stutt hvert annað og til að þróa umönnun vanræktra barna og fjölskyldna þeirra. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við félagsmálasvið viðkomandi sveitarfélaga. Næsta námskeið verður haldið fyrir nýjan hóp ófaglærðra í Norður-Grænlandi í október.

Krækjur:
Barnahjálpin á Grænlandi: HTML 
http://sermitsiaq.ag/node/122082