Menntun í sókn

 

Hagstofan á Grænlandi hefur gefið út  hefti um menntun til starfa árið 2011. Þar kemur meðal annars fram að það eru margir sem ljúka starfsnámi. Í heild hófu  1.478 einstaklingar nám á síðasta ári eða  90 fleiri en árið þar á undan og tæplega 500 fleiri en hófu nám fyrir sex árum. Fyrir neðan fréttina er krækja í heimasíðu hagst0funnar. 
Þá voru í þessum mánuði einnig teknir fleiri stúdentar inn í nám við háskólann á Grænlandi, Ilisimatusarfik, en á síðasta ári, eða samtals 175 stúdentar. Háskólinn í Álaborg hefur einnig laðað til sín fleiri grænlenska stúdenta en árið 2011, 72 af 145 umsækjendum voru teknir inn í nám. Það eru þrisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust 2010 en þá voru þær 54. 

Hagstofa Grænlands: www.stat.gl