Menntun núna í Breiðholti

 

Meginmarkmið tilraunaverkefnisins Menntun núna i Breiðholti er að hækka menntunarstig í íslensku atvinnulífi og efla þjónustu í nærumhverfi.

Verkefnisstjórn skipuð fulltrúum fræðsluaðila, Samtaka atvinnulífsins, menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar samþykkti verkáætlun og tillögur að aðgerðum. Fjölbreyttum leiðum hefur verið beitt til að auka og efla þjónustu við íbúa með samstarfi við þjónustuaðila á borð við sveitarfélög, framhaldsskóla, stéttarfélög og símenntunarmiðstöðvar um að veita nám og ráðgjöf til íbúa til þess að:

  • að efla menntun og stuðla að viðurkenningu á færni þeirra sem ekki hafa lokið prófi á framhaldsskólastigi,
  • að efla innflytjendur með íslenskunámi og samfélagsfræðslu samhliða því að stuðla að viðurkenningu á menntun og færni sem aflað hefur verið í öðru landi,
  • að stuðla að aukinni umræðu og þátttöku íbúa í menntun og fræðslu í þeirra nærsamfélagi.