Hin nýja skýrsla Education at a glance sýnir að menntunarstig almennt hefur hækkað töluvert á síðustu áratugum, en að hækkunin nær ekki til allra í samfélaginu. Þetta á líka við um Finnland.
Þeir sem tapa
Ákveðnir hópar hafa dregist sérstaklega mikið afturúr. Þetta á til dæmis við um innflytjendur, þar sem lágt menntunarstig foreldranna endurspeglar þátttöku næstu kynslóðar í menntun. Jafnvel börn innfæddra finna sem búa við félagslegt og efnahagslegt óöryggi eru áfram fjarverandi á menntabrautinni. Með öðrum orðum, félagslegar erfðir hafa enn mikil áhrif.
Ráðstafanir
Haustið 2018 tók ríkisstjórnin ákvörðun um auka stuðningsaðgerðir til að snúa þessari þróun meðal þeirra hópa sem eru í mestri hættu. Hér hefur lýðfræðslan augljóslega sérstakt verkefni að vinna.
Lesið meira hér.
Heimild: Utbildningsstyrelsen (Menntunarstjórnin)